Skálinn

Sumarið 2021 var Fjallaskálinn Hólaskógur endurgerður að innan og utan.  Skálinn er  286 fermetrar með svefnpokagistingu fyrir allt að 40 gesti. Góð eldunaraðstaða fyrir gesti er á báðum hæðum.

Skálinn er mjög vel staðsettur við Sprengisand og helstu náttúruperlur Þjórsárdals.   Hann stendur við veginn að Háafossi en þangað er um 6 km leið. Þá er um sjö kílómetrar að Gjánni og Stöng frá skálanum.

Fjallaskálinn í Hólaskógi er opinn allt árið um kring. Vinsamlegast hafið pantið tímanlega.

Yfir háönn er skálavörður starfandi í Hólaskógi.

Vinsamlegast hafið samband í gegnum tölvupóst [email protected]

Aðstaða

Mjög góð aðstaða er fyrir ferðalanga í Hólaskóg. Þar eru svefnaðstaða fyrir 40 gesti inn í skálanum. Einnig fullbúið eldhús með helluborði, ofni, uppþvottavél og borðbúnaði, salerni og sturtur. 

Góður pallur er umhverfis húsið og graslendi þar sem hægt er að tjalda.

Hólaskógur herbergi

Gisting

Á neðri hæð eru þrjú svefnrými með kojum fyrir svefnpokagistingu. Tvö sex manna herbergi og eitt átta manna herbergi. Við kojurnar eru lesljós og innstunga fyrir rafmagn við hvert rúmstæði.

Hópar

Fjallaskálinn í Hólaskógi hefur lengi verið mjög vinsæll fyrir hópa en skálinn liggur vel við ýmsum ferðaleiðum.

Hólaskógur

Verð fyrir árið 2025

Allur skálinn, þrjár nætur eða fleiri í senn: 160.000 kr./nóttin

Verð á mann, svefnpokapláss fyrir hópa, að lágmarki 8 manns í hóp: 9.500 kr/nóttin.*

       *Fámennari hópar (7 eða færri) sem sækjast eftir gistingu greiða að lágmarki alls kr. 73.500 fyrir nóttina. Í sérstökum tilfellum kemur til greina fyrir einstaklinga að bóka sig inn fyrir lægra verð, en þá greiðast á mann kr. 10.500 fyrir nóttina.

Sameiginleg aðstaða

Á hvorri hæð er glæsileg aðstaða er fyrir hópa. Rúmgóð setustofa, matsalur, fullbúið eldhús með ofni, uppþvottavél, ísskáp, helluborði og borðbúnaði. Þannig geta tveir hópar ferðalanga verið í húsinu.