Gisting

Allt að 40 manns geta gist í Hólaskógi – 20 manns á hvorri hæð. 

Öll herbergin eru nýuppgerð og nýjar dýnur eru í rúmunum. 

Hólaskógur herbergi

Neðri hæð

Á neðri hæð eru þrjú svefnrými með kojum fyrir svefnpokagistingu.  Hvert herbergi er með fjórar einstaklingskojur og tvær tvíbreiðar.  Þannig geta allt að átta manns verið í hverju herbergi. 

Efri hæð

Á efri hæðinni eru tvö svefnrými, sem stúkuð eru niður í þrjár einingar. Í hvoru svefnrými eru sex einbreiðar kojur og tvær tvíbreiðar. Alls komast þannig allt að tíu manns í hvort rými. 

Aðstaða innanhúss​

Á neðri hæð er rúmgóð setustofa og matsalur. Þar er fullbúið eldhús með ofni, uppþvottavél, ísskáp, helluborði og borðbúnaði. Á neðri hæðinni eru tvær sturtur sem eru sameiginlegar með öllu húsinu og tvö salerni.

Á efri hæðinni er setustofa, matsalur, fullbúið eldhús með ofni, uppþvottavél, ísskáp, helluborði og borðbúnaði. Eitt salerni er á efri hæð. Á efri hæð er hægt að ganga útá svalir úr svefnrýmunum.

Aðstaða utanhúss

Ef hópar sem gista Hólaskóg eru fjölmennari en skálinn rúmar er velkomið að nýta grasflötina við skálann fyrir tjaldvagna/fellihýsi  eða leggja húsbílum fyrir utan. 

Þeir sem gista á flötinni utanhúss deila salernis- og eldhúsaðstöðunni í skálanum með hópnum sem þeir eru í samfloti með. Þjónustugjald er 2500 fyrir hvert tjald/tjaldvagn/fellihýsi/húsbíl.

Vinsamlegast hafið samband í gegnum tölvupóst [email protected]s

Hólaskógur