Tillögur að ferðum

Umhverfið í kringum Hólaskóg hefur upp á margt að bjóða en skálinn er umvafinn fallegum gönguleiðum. Náttúruperlurnar er ekki langt að sækja en í nágrenni er til að mynda Háifoss. Við bjóðum upp á skipulagðar ferðir, bæði dagsferðir og lengri ferðir með gistingu í skálanum.

Dagsferð

Tilvalið fyrir vinnustaðahópa. Fjölmargar gönguleiðir eru í nágrenninu og hægt er að velja á milli stuttra og langra, auðveldra eða meira krefjandi ganga. Dýrindis grillveisla í Hólaskógi. Rútuferð til og frá Reykjavík.

Tveggja daga

Ferð hefst með gönguferð frá Stöng að Háafossi. Tveggja og hálfs tíma ganga sem flestir ættu að ráða við. Afslöppun í leynilauginni á Flúðum. Kvöldmatur í skálanum og tilheyrandi. Eðalmorgunverður. Gist og svo haldið heim daginn eftir.