Tillögur að ferðum

Umhverfið í kringum Hólaskóg hefur upp á margt að bjóða en skálinn er umvafinn fallegum gönguleiðum. Náttúruperlurnar er ekki langt að sækja en í nágrenni er til að mynda Háifoss, Stöng, Þjóðveldisbærinn og Gjáin.

Dagsferð

Tilvalið fyrir vinnustaðahópa. Fjölmargar gönguleiðir eru í nágrenninu og hægt er að velja á milli stuttra og langra, auðveldra eða meira krefjandi ganga. Dýrindis grillveisla í Hólaskógi. Rútuferð til og frá Reykjavík.

Tveggja daga

Ferð hefst með gönguferð frá Stöng að Háafossi. Tveggja og hálfs tíma ganga sem flestir ættu að ráða við. Gist og svo haldið heim daginn eftir.