Hólaskógur

Hólaskógur er skóglaust svæði á sunnanverðum Gnúpverjaafrétti á svokölluðu Hafi milli virkjananna í Búrfelli og Sultartanga. Þangað liggur slóði frá aðalveginum og áfram um línuveg ofan Háafoss, alla leið að Tungufelli í Hrunamannahreppi. Einnig er hægt að komast í Hólaskóg um Þjórsárdal, ef ekið er upp með Gjánni (grófur vegur). Hólaskógur er gangnamannahús, sem er nútímaleg og vinsæl gistiaðstaða.

Hólaskógur rúmar 50 manns til gistingar . Skálinn er tveggja hæða timburhús með eldhúsi á báðum hæðum. Aðstaða til matseldar er mjög góð. Húsið hefur bjarta og rúmgóða borðstofu, vatnssalerni og sturtur.

Skálinn er allur rafvæddur, með ljósum og kyndingu. Internet er í skálanum.

Stutt er í náttúruperlur eins og Háafoss, Gjánna, Þjóðveldisbæinn Stöng og Hjálparfoss í  Þjórsárdal. Útsýni að Heklu.

Í Hólaskógi er öll aðstaða fyrir hross, hestagerði, heysala og hesthús með góðri reiðtygjageymslu.

Bókaðu gistingu eða hafðu samband!

Hólaskógur er staðsettur í um eins og hálfs tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík.