Fjallaskálinn

Hólaskógur

Hólaskógur rúmar um 40 manns í fyrsta flokks svefnpokagistingu.  Frábær staðsetning enda stutt í perlur Þjórsárdals og inná hálendið. 

Gisting

Skálinn tekur alls 40 í gistingu.

Á neðri hæð eru þrjú svefnrými með kojum fyrir svefnpokagistingu. Tvö sex manna herbergi og eitt átta manna herbergi.  Á efri hæð eru tvö tíu manna herbergi. Hægt er að leigja hvora hæð fyrir sig eða allan skálann. 

Hópar

Fjallaskálinn í Hólaskógi hefur lengi verið mjög vinsæll fyrir hópa en skálinn liggur vel við ýmsum ferðaleiðum.

Góð aðstaða er fyrir hestahópa í Hólaskógi, s.s hestagerði,  og heysala. 

Hægt er að taka skálann allan á leigu og svo geta hópar einnig bókað aðra hæðina fyrir sig.