Hólaskógur

Hólaskógur er skóglaust svæði á sunnanverðum Gnúpverjaafrétti á svokölluðu Hafi milli virkjananna í Búrfelli og Sultartanga. Þangað liggur slóði frá aðalveginum og áfram um línuveg ofan Háafoss, alla leið að Tungufelli í Hrunamannahreppi. Einnig er hægt að komast í Hólaskóg um Þjórsárdal, ef ekið er upp með Gjánni (grófur vegur). Hólaskógur er gangnamannahús, sem er nútímaleg og vinsæl gistiaðstaða.

Hólaskógur rúmar 40 manns til gistingar. Skálinn er tveggja hæða timburhús með eldhúsi á báðum hæðum. Aðstaða til matseldar er mjög góð. Húsið hefur bjarta og rúmgóða borðstofu, vatnssalerni og sturtur.

Skálinn er allur rafvæddur, með ljósum og kyndingu. Internet er í skálanum.

Stutt er í náttúruperlur eins og Háafoss, Gjánna, Þjóðveldisbæinn Stöng og Hjálparfoss í  Þjórsárdal. Útsýni að Heklu.

Í Hólaskógi er öll aðstaða fyrir hross, hestagerði, heysala og hesthús með góðri reiðtygjageymslu.

Bókaðu gistingu eða hafðu samband!

Hólaskógur er staðsettur í um eins og hálfs tíma akstursfjarlægð frá Reykjavík.